Einkatímar með heilsumarkþjálfa.

Einkatímar, persónuleg ráðgjöf og eftirfylgni. Einkatímar henta þér ef þú vilt persónulegri ráðgjöf með heilsuna, átt annríkt og vilt öðlast heilbrigðan lífsstíl sérsniðin þínum þörfum og lífi. Þú munt skapa venjur sem gera þér kleift að upplifa meiri orku, léttast og losna undan álagi og streitu sem og að finna til öryggis um hvað er rétt fyrir þig.

Tímarnir getað því nýst þér til að…

Koma hreyfingu og heilbrigðu mataræði í daglega rútínu

Átta þig á matarlöngun og hvernig á að bregðast við

Nýta þér hollt skyndifæði sem hentar þínum bragðlaukum og líferni

Auka núvitund og vellíðan í daglegu lífi

Innifalið eru þrír tímar með Eyrúnu heilsumarkþjálfa og jógakennara Lifðu til fulls sem hefur góða reynslu af því að hjálpa öðrum með yfirþyngd, streitu, kvíða, liðverki og meltingarvandamál, með samspili af heilnæmu mataræði, hreyfingu og sjálfsrækt.

Einkatímarnir fara fram í gegnum síma/skype, sem sparar þér sporin og tíma. Hverjum einkatíma lýkur með skýrum skrefum og ráðum frá Eyrúnu sem að færa þig nær markmiðum þínum. Það er ekkert betra en að vita af því að þú hefur klappstýru og heilsumarkþjálfa á neyðarlínunni sem sendir þér póst milli tíma og þú getur alltaf leitað til þegar þú þarft á að halda yfir tímabilið. Einkatímana má taka á 3 til 6 vikna tímabili. Þér er velkomið að senda póst á eyrun@lifdutilfulls.is ef þú ert með frekari spurningar um einkastuðninginn.

3 x 40 mín einkatímar með Eyrúnu heilsumarkþjálfa - Staðgreiðsla
ISK
3 x 40 mín einkatímar með Eyrúnu heilsumarkþjálfa - Greiðsludreifing í 2 mánuði
ISK

Sendu okkur línu á bokhald@lifdutilfulls.is ef þú vilt millifæra eða þarft aðstoð við greiðslu.


WordPress Lightbox Plugin